Vöruleit:




Architectural

Í stuttu máli
Solignum Architectural er þekjandi viðarvörn sem er fáanleg í 15 litum. Þrátt fyrir að veita góða vatnsvörn tryggir Solignum Architectural góða öndun. Solignum Architectural er alhliða viðarvörn sem nota má bæði innandyra sem utan og hentar við öll veðurskilyrði.
- Verndar og fegrar
- Auðveld í notkun og viðhaldi - líftími um 5 ár
- Hentar á allan við
- Ver viðinn fyrir rotnun, sveppamyndun, ágangi skordýra og geislum sólarinnar.

Viðurkenningar
Agrément Board Certificate No. 81/886

Helstu notkunarsvið
- Gluggar og hurðir
- Skjólveggir, hlið og girðingar
- Þakskegg
- Viðarklæðningar og timburbitar

Vörulýsing
Solignum Architectural er þekjandi viðarvörn sem fegrar. Hún er sveppa-eyðandi, lífrænt leysiefni (OS). Solignum Architectural sameinar á sérstakan hátt viðarvörn og fallegt útlit viðar. Solignum Architectural hentar sem viðarvörn við hvers konar veðurskilyrði. Gera má ráð fyrir u.þ.b. 5 ára endingartíma tveggja umferða. Fáið litaspjald hjá söluaðilum.
Umbúðir: Allir litir eru til í 1 lítra og 5 lítra dósum.

Notkunarsvið
Utanhúss: Mælt er með notkun Solignum Architectural á glugga, hurðir, viðarklæðningar hvers konar, grindverk, skjólveggi þakskegg o.sv.frv. Heppilegt er að nota dökka liti á timbur sem hefur verið meðhöndlað með kreósóta og Exterior Brown Solignum og látið veðrast í 12 mánuði. Innanhúss: Mælt er með notkun Solignum Architectural á glugga, hurðir, viðarklæðningar hvers konar og almennt á allan við. Þar sem gera má ráð fyrir álagi á vissa fleti s.s. á gólffjölum, stigum, hurðum og handriðum er rétt að benda á að lakka yfir Solignum Architectural með polyurethan lakki. Ef Solignum Architectural er notað í eldhús, baðherbergi eða þar sem hreinlæti þarf að vera í fyrirrúmi bendum við á að lakka yfir viðarvörnina. Óhætt er að mála spónlagða fleti með Solignum Architectural.

Öryggisþættir
Fylgið öryggisleiðbeiningum sem fram koma á dós. Rétt er að benda á að nota Solignum Architectural ekki í illa loftræstu rými. Þegar Solignum Architectural er notað utandyra er best að gera það í þurrki og þegar vindur er lítill. Gætum ávalt að umhverfi okkar t.d. með því að skýla gróðri nærri okkur.

Notkunarleiðbeiningar
Veðurskilyrði: Þurrt veður, sem minnstur vindur og hiti yfir 5°C. Undirbúningur: Viðurinn skal vera ber, þurr og laus við allan börk, málningu og lakk. Bæði er hægt að mála unninn og óunninn við. Rakastig viðarins sem mála á skal ekki vera hærra en 21% þegar hann er málaður. Ekki er hægt að ábyrgjast viðloðun Solignum Architectural ef þeir fletir sem mála á hafa rakt yfirborð, sérstaklega ef um lóðrétta fleti er að ræða. Fyrsta umferðin á beran við er ígildi grunns. Gætið að því að Solignum Architectural sé vel hrært fyrir notkun. Málið fyrst lítið svæði eða tilraunarbút til að sjá hvort efnið uppfylli þær væntingar sem þú berð til þess hvað varðar þekju og áferð.

Málun: Mála skal að minnsta kosti tvær umferðir ef Solignum Architectural er notað utanhúss. Ein umferð er hugsanlega nægilegt innanhúss. Vætið pensilinn vel með Solignum Architectural og berið jafnt á viðinn. Leyfið fyrri umferðinni að þorna vel áður en næsta umferð er máluð eða lakkað yfir.

Yfirmálun: Nota má Solignum Architectural til yfirmálunar og einnig ákveðin eldvarnarlökk. Ekki er talið heppilegt að lakka yfir Solignum Architectural þegar það er notað utandyra.

Viðhald: Fjarlægið lausa málningu af með stífum bursta, ekki vírbursta. Þegar fjarlæga á lausa málningu af pússuðu timbri er rétt að gera það með vatni en gæta að því að láta það þorna áður en málað er yfir. Tréfylliefni og spartl hefur engin áhrif á Solignum Architectural en rétt er að benda á þann kost að blanda svolitlu af Solignum Architectural í spartlblönduna. Hreinsun áhalda: Hreinsið áhöld með white sprit eða sambærilegum vökva.

Efnisnotkun
10-14 fermetrar hver lítri óunninn viður. 18 fermetrar hver lítri pússaður viður.

Tæknilegar upplýsingar
Kveikjumark: 40°C Þéttleiki kg/lítri 0,96 - 1,3
Geymslutími: 18-24 mánuðir í lokuðum umbúðum.
Þornunartími: 4-6 klst. Látið 24 klst. líða milli umferða.

Athugið
Þær upplýsingar sem hér koma fram eru gefnar samkvæmt bestu vitund framleiðanda og innflytjanda en hvorugur aðili getur tekið ábyrgð á þeim á nokkurn hátt þar sem ljóst er að þær aðstæður sem efnið er notað við eru utan þess sem við getum spáð fyrir um. Það verður því að vera á ábyrgð notandans að meta hvort efnið uppfylli þær væntingar sem hann gerir til þess og að það sé notað við heppilegar aðstæður.


Timbertone

Í stuttu máli
Solignum Timbertone Matt er hálfþekjandi viðarvörn sem ver viðinn gegn slagviðri og geislum sólarinnar. Solignum Timbertone Matt þekur viðinn vel og gefur honum fallega áferð án þess að viðarmynstrið tapist.
- Verndar og fegrar
- Árhringir viðarins halda sér vel
- Auðvelt í notkun og viðhaldi
- Líftími um 3 ár
- Hentar á allan við
- Ver viðinn fyrir rotnun, sveppamyndun og ágangi skordýra

Helstu notkunarsvið
- Gluggar og hurðir
- Skjólveggir, hlið og girðingar
- Þakskegg
- Viðarklæðningar og timburbitar

Vörulýsing
Solignum Timbertone Matt er viðarvörn sem þekur vel en leyfir árhringjum viðarins að njóta sín. Hún er sveppaeyðandi lífrænt leysiefni (OS). Solignum Timbertone Matt hentar sem viðarvörn við hvers konar veðurskilyrði. Gera má ráð fyrir u.þ.b. 3 ára endingartíma tveggja umferða. Fáið litaspjald hjá söluaðilum.
Umbúðir: Allir litir eru til í 1 lítra og 5 lítra dósum.

Notkunarsvið
Utanhúss: Mælt er með notkun Solignum Timbertone Matt á hurðir, glugga, viðarklæðningar hvers konar, grindverk, skjólveggi þakskegg o.sv.frv. Heppilegt er að nota dökka liti á timbur sem hefur verið meðhöndlað með kreósóta og Exterior Brown Solignum og látið veðrast í 12 mánuði.
Innanhúss: Mælt er með notkun Solignum Timbertone Matt á glugga, hurðir, viðarklæðningar hvers konar og almennt á allan við. Þar sem gera má ráð fyrir álagi á vissa fleti s.s. á gólffjölum, stigum, hurðum og handriðum er rétt að benda á að lakka yfir Solignum Timbertone Matt með polyurethan lakki. Ef Solignum Architectural er notað í eldhús, baðherbergi eða þar sem hreinlæti þarf að vera í fyrirrúmi bendum við á að lakka yfir. Óhætt er að mála spónlagða fleti með Solignum Timbertone Matt.

Hjálparefni
Lífræn leysiefni (OS), White Sprit.

Öryggisþættir
Fylgið öryggisleiðbeiningum sem fram koma á dós. Rétt er að benda á að nota Solignum Timbertone Matt ekki í illa loftræstu rými. Þegar Solignum Timbertone Matt er notað utandyra er best að gera það í þurrki og þegar vindur er lítill. Gætum ávalt að umhverfi okkar t.d. með því að skýla gróðri nærri okkur.

Notkunarleiðbeiningar
Veðurskilyrði: Þurrt veður, sem minnstur vindur og hiti yfir 5°C.
Undirbúningur: Viðurinn skal vera ber, þurr og laus við allan börk, málningu og lakk. Bæði er hægt að mála unninn og óunninn við. Rakastig viðarins sem mála á skal ekki vera hærra en 21% þegar hann er málaður. Ekki er hægt að ábyrgjast viðloðun Solignum Timbertone Matt ef þeir fletir sem mála á hafa rakt yfirborð, sérstaklega ef um lóðrétta fleti er að ræða. Fyrsta umferðin á beran við er ígildi grunns. Gætið að því að Solignum Timbertone Matt sé vel hrært fyrir notkun. Málið fyrst lítið svæði eða tilraunarbút til að sjá hvort efnið uppfylli þær væntingar sem þú berð til þess hvað varðar þekju og áferð.
Málun: Mála skal að minnsta kosti tvær umferðir ef Solignum Timbertone Matt er notað utanhúss. Ein umferð er hugsanlega nægileg innanhúss. Vætið pensilinn vel með Solignum Timbertone Matt og berið jafnt á viðinn. Leyfið fyrri umferðinni að þorna vel áður en næsta umferð er máluð eða lakkað yfir.
Yfirmálun: Nota má Solignum Timbertone Matt til yfirmálunar og einnig ákveðin eldvarnarlökk. Ekki er talið heppilegt að lakka yfir Solignum Timbertone Matt þegar það er notað utandyra.
Viðhald: Fjarlægið lausa málningu af með stífum bursta, ekki vírbursta. Þegar fjarlæga á lausa málningu af pússuðu timbri er rétt að gera það með vatni en gæta að því að láta það þorna áður en málað er yfir.
Tréfylliefni og spartl hefur engin áhrif á Solignum Timbertone Matt en rétt er að benda á þann kost að blanda svolitlu af Timbertone í spartlblönduna.
Hreinsun áhalda: Hreinsið áhöld með white sprit eða sambærilegum vökva.

Efnisnotkun
10-20 fermetrar hver lítri, eftir aðstæðum.

Tæknilegar upplýsingar
Kveikjumark: 42°C
Þéttleiki kg/lítri 0,86 - 0,95
Geymslutími: 18-24 mánuðir í lokuðum umbúðum.
Þornunartími: 4-8 klst. Látið 24 klst. líða milli umferða.

Athugið
Þær upplýsingar sem hér koma fram eru gefnar samkvæmt bestu vitund framleiðanda og innflytjanda en hvorugur aðili getur tekið ábyrgð á þeim á nokkurn hátt þar sem ljóst er að þær aðstæður sem efnið er notað við eru utan þess sem við getum spáð fyrir um. Það verður því að vera á ábyrgð notandans að meta hvort efnið uppfylli þær væntingar sem hann gerir til þess og að það sé notað við heppilegar aðstæður.